Þór/KA vann Kjarnafæðismótið

Þór/KA sigraði Völsung í kvennadeild Kjarnafæðismótsins í dag og endar liðið með fullt hús á toppnum. Sandra María skoraði þrennu í dag.

Tap hjá KA/Þór og sigu niður um sæti

KA/Þór mjakaðist niður um sæti með ósigri í dag á sama tíma og Haukar unnu sinn leik.

Þeir hafa verið í þessum bransa í 25 ár!

Í frásögn á heimasíðu Samherja í gær er sagt frá aldarfjórðungsafmæli Ungmennafélagsins Óþokka. Óþokkarnir hafa verið áberandi á Pollamótum, unnið til verðlauna, einkum í eldri flokkunum, fengið heiðursverðlaun, búningaverðlaun og hvaðeina.

Koki kveður: „You are my family!“

Fyrr í dag samþykkti handknattleiksdeild Þórs félagaskipti Kokí Petrov til HC Alkaloid í heimalandi sínu Norður-Makedoníu. Samningi Josips Vekic sagt upp.

Ingimar Arnar í æfingahópi U18

Ingimar Arnar Kristjánsson er hluti af æfingahópi U18 ára landsliðs Íslands í fótbolta.

Samfélagsstyrkir Norðurorku til nokkurra deilda

Í gær úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna vegna ársins 2023. Unglingaráð handbolta, hnefaleikadeildin, rafíþróttadeildin og Tae-kwondo deild á meðal styrkþega.

„Þjálfaraþjálfun“ handknattleiksdeildar hlýtur samfélagsstyrk Norðurorku

Fimmtudaginn 26. janúar úthlutaði Norðurorka samfélagsstyrkjum til alls 58 verkefna á Eyjafjarðarsvæðinu.

Leik Þórs og Fjölnis frestað

Leik Þórs Ak. og Fjölnis sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað. Það varð óhapp með aðra körfuna í Höllinni á Akureyri, sem varð til þess að hún skemmdist. Viðgerðir eru hafnar, en tjónið varð nokkuð og það næst ekki að laga körfuna fyrir kvöldið. Leiknum hefur því verið frestað og verður fundinn nýr leiktími um leið og ljóst er hvenær karfan verður tilbúin.

Þór tekur á móti Fjölni - LEIK FRESTAÐ

Á morgun, föstudaginn 27. janúar tekur Þór á móti Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15

Hvað er í gangi 27. janúar til 2. febrúar

Vikan framundan - frá föstudegi til fimmutdags eins og við tökum þetta - er pökkuð af íþróttum og öðrum viðburðum.