03.04.2023
Í byrjun árs tók fólk saman höndum til að bæta við erlendum leikmanni í kvennalið Þórs í körfunni og stefnan þannig sett á efstu deild og sú ákvörðun hefur nú skilað tilætluðum árangri. Hin þýska Tuba Poyraz kom til liðsins í janúar og hefur komið vel inn í þetta öfluga lið.
03.04.2023
Rut Herner Konráðsdóttir hefur spilað körfubolta í meistaraflokki lengur en fréttaritari heimasíðunnar man. Hún vildi ekki svara því í gærkvöld hvort hún myndi leggja skóna á hilluna núna, þegar hún hefur hjálpað uppeldisfélaginu upp í efstu deild.
03.04.2023
Maddie Sutton skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og átti fimm stöðsendingar í sigrinum á Snæfelli í gær. Pabbi hennar og afi eru í heimsókn og fylgdust stoltir með stelpunni sinni hjálpa Þórsliðinu að klára einvígið.
03.04.2023
Heiða Hlín Björnsdóttir, fyrirliði Þórs, hefur spilað með Snæfelli í efstu deild, en nú rætist draumurinn um að spila með uppeldisfélaginu, Þór, í efstu deild á næsta tímabili.Hún
03.04.2023
Íþróttaskóli Þórs verður með góðgerðartíma í samstarfi við Kids Cool Shop í íþróttahúsi Síðuskóla fimmtudaginn 6. apríl, skírdag, kl. 8:10-10:00.
03.04.2023
Kvennalið Þórs í körfubolta spilar í efstu deild – Subway-deildinni – á næsta tímabili. Það verður í fyrsta skipti sem Þór á lið í efstu deild kvenna frá tímabilinu 1977-78. Áratuginn þar á undan var Þórsliðið reyndar sigursælt og vann nokkra titla. Nánar um það í annarri frétt hér á heimasíðunni síðar.
02.04.2023
Þórsstelpurnar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitarimmu 1. deildar kvenna og þar með einnig sæti í Subway-deildinni á næsta tímabili með sigri á Snæfelli í framlengdum leik.
02.04.2023
Þór mætir Snæfelli í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í Stykkishólmi í kvöld kl. 19:15.
02.04.2023
Þór/KA og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í úrslitaleik Lengjubikarsins í gær. Stjarnan sigraði, 5-4, eftir vítaspyrnukeppni.
02.04.2023
KA/Þór tapaði lokaleik sínum í Olísdeildinni á sama tíma og Haukar unnu HK. Haukar tóku 5. sætið, KA/Þór endar í 6. sæti og mætir Stjörnunni í úrslitakeppninni.