24.09.2024
Þór/KA vann Íslandsmeistaratitil í keppni B-liða í 3. flokki með sigri á FH/ÍH á útivelli á sunnudaginn. Félagið hampar þessum titli annað árið í röð og þriðja skiptið á fjórum árum.
21.09.2024
Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson í æfingahópi U15.
19.09.2024
Í ár eru liðin 80 ár frá því að íþróttahúsið við Laugargötu var tekið í notkun og þar með varð langþráður draumur íþróttamanna á Akureyri loks að veruleika.
15.09.2024
Stelpurnar okkar í 2. flokki U20 í fótboltanum tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið er að hluta samstarf Þórs/KA við Völsung, Tindastól, Hvöt og Kormák og nefnist Þór/KA/Völ/THK á pappírunum.
13.09.2024
Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals á Greifavellinum í dag kl. 17:15. Leikurinn er í 2. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Bílaleiga Akureyrar býður öllum á leikinn.