15.03.2024
„Stóra stundin er að renna upp!“ Þannig auglýsir körfuknattleiksdeild Þórs leik sem fram fer miðvikudagskvöldið 20. mars. Og það er sannarlega stór stund því stelpurnar okkar í körfuboltanum eru á leið í Laugardalshöllina. Ekki seinna vænna að spila þar áður en ný þjóðarhöll verður byggð!
15.03.2024
Þór mætir Sindra á Hornafirði í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.
15.03.2024
Þátttöku Þórsara í A-deild Lengjubikars karla lauk í gær, á sjöundu mínútu uppbótartíma í undanúrslitaleik gegn Breiðabliki.
14.03.2024
Þórsarar taka á móti Blikum í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 16:30. Þessi lið mættust á sama stað í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrir tæpum tíu árum.
13.03.2024
Aukaæfingar í páskafríinu.
13.03.2024
Þór vann Snæfell, nokkuð örugglega að segja má þegar upp var staðið, en þó í sveiflukenndum leik í Subway-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Munurinn var 12 stig í lokin.
12.03.2024
Í kvöld er loksins aftur komið að leik hjá stelpunum okkar í körfuboltanum, eftir tveggja vikna hlé. Í kvöld kemur lið Snæfells úr Stykkishólmi í Höllina. Leikurinn hefst kl. 19:15.
11.03.2024
Píludeild Þórs og Matthías Örn Friðriksson hafa framlengt samning um starf hans sem þjálfara píludeildar út árið 2024.
10.03.2024
Þór og Fjölnir skildu jöfn í lokaleik liðanna í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla í dag. Þór mætir Breiðabliki í undanúrslitum mótsins fimmtudaginn 14. mars.