Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Öddu Sigríði Ásmundsdóttur um að leika með Þórsliðinu.
Adda er ungur og efnilegur bakvörður frá Stykkishólmi sem hefur leikið undanfarin tímabil með Snæfell í bæði 1. deild og efstu deild.
Adda er fædd árið 2008, 174cm á hæð, og var í U16 landsliðinu síðasta sumar ásamt því að vera í æfingahóp U18 landsliðsins fyrir næsta sumar.
Við bjóðum Öddu velkomna í Þorpið og hlökkum til að fylgjast með henni í baráttunni.