20.11.2023
Þórsarar tylltu sér á topp Grill 66 deildarinnar í handbolta, að minnsta kosti tímabundið, með eins marks sigri á Fjölni í kvöld, 27-26.
20.11.2023
Eins og fram kom í frétt fyrr í dag tóku tólf Þórsarar þátt í Íslandsmóti félagsliða sem fram fór í Reykjavík um helgina. Farið var yfir árangur í einmenningi og tvímenningi í fyrri frétt og nú er komið að liðakeppninni.
20.11.2023
Jólakúlan 2023 kostar 3.500 og er til sölu í afgreiðslunni í Hamri.
20.11.2023
Tólf keppendur frá píludeild Þórs stóðu í stórræðum í höfuðborginni um helgina á Íslandsmóti félagsliða. Keppni hófst í tvímenningi á laugardagsmorguninn og síðan í einmenningi í framhaldinu. Liðakeppnin fór fram í gær.
19.11.2023
Þórsarar taka á móti liði Fjölnis í 7. umferð Grill 66 deildar karla í handbolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni og hefst kl. 18.
18.11.2023
Grindvíkingar sigruðu Þór í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag með 30 stiga mun. Við óvenjulegar og undarlegar aðstæður náðu Þórsstelpurnar ekki að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum í leiknum og það er ekki nóg gegn góðu liði eins og Grindavíkurliðið er.
18.11.2023
Tólf manna sveit, fjórar konur og átta karlar, frá píludeild Þórs tekur um helgina þátt í Íslandsmóti félagsliða sem fram fer á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík.
18.11.2023
Eftir landsleikjahlé er aftur komið að Subway-deild kvenna í körfubolta og má segja að á dagskrá í dag sé sögulegur leikur. Stelpurnar okkar mæta Grindvíkingum á útivelli, en þó ekki í Grindavík af ástæðum sem öllum eru væntanlega kunnugar. Leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi.
17.11.2023
Þórsarar náðu ekki sínum fyrsta útisigri í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Fjögurra stiga tap á Skaganum varð niðurstaða dagsins.
17.11.2023
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahópinn fyrir tvo síðustu leikina í Þjóðadeild UEFA. Ísland mætir Wales á útivelli 1. desember og Danmörku, einnig á útivelli, 5. desember.