Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Arturo með stórleik í tapi gegn Selfossi
Í kvöld tók Þór á móti Selfossi í 1.deild karla í körfubolta og var þetta fyrsti heimaleikur Þórs á þessu ári. Fyrirfram mátti búast við erfiðum leik fyrir Þór sem fram að þessu hafði bara unnið einn leik á tímabilinu en gestirnir með sjö sigra.
Segja má að strákarnir okkar hafi verið lengi að finna taktinn og það var ekki fyrr en í þriðja leikhluta sem þeir bitu ærlega frá sér. En því miður voru andstæðingarnir full sterkir fyrir okkar unga lið sem þó barðist og reyndu allt hvað þeir gátu í kvöld.
Gestirnir höfðu átta stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik var munurinn á liðunum fimmtán stig 28:43. Það vó afar þungt að Þór tapaði boltanum þrettán sinnum í fyrri hálfleik og það er ekki vænlegt til sigurs.
Í liði Þórs var Arturo kominn með 14 stig í hálfleik og Toni Cutuk með 5 stig og fleiri urðu stigin ekki í leiknum hjá honum.
Í liði gestanna var Arnaldur Grímsson með 13 stig og Gerald Robinson með 11.
Þórsarar komu gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn og ljóst að þeir voru ekki tilbúnir að leggja árar í bát. Um tíma kom Þór muninum niður í sex stig en jafn harðan sem Þór gerði sig líklegan til að minnka muninn ennfremur fengu þeir jafnan þrist í andlitið. Þór vann þriðja leikhlutann 31:29 og munurinn 13 stig þegar lokakaflinn hófst.
Þrátt fyrir stórleik Arturo og Baldurs Arnars og magnaða baráttu ungu drengjanna reyndust gestirnir sterkari á lokakaflanum og unnu leikhlutann með sex stigum 25:31 og því nítjá stiga tap staðreynd. En lokatölurnar gefa þó ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins í síðari hálfleik.
Í liði Þórs var Arturo óstöðvandi en hann skoraði 47 stig í leiknum og þar af 33 í síðari hálfleik. Baldur Örn kom einnig grimmur inn og skoraði sextán stig í síðari hálfleik og því 18 stig í leiknum.
Í liði gestanna voru þeir Gerald Robinson og Arnaldur Grímsson með 23 stig hvor og Kennedy Aigbogun með 21.
Nánari tölfræði má finna HÉR
Gangur leiks eftir leikhlutum: 12:20 / 16:23 (28:43) 31:29 / 25:31 = 84:13
HÉR má svo finna viðtal við Baldur Örn sem tekið var í leikslok. Baldur Örn var fyrirliði í kvöld þar sem Kolbeinn Fannar var fjarri góðu gamni.
Viðtalið tók Guðmundur Ævar Oddsson