Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
UPPFÆRT: Bikarleiknum hefur verið frestað til 14. desember.
Stelpurnar í KA/Þór áttu að fara til Eyja í dag og mæta ÍBV í bikarkeppni HSÍ en leiknum hefur verið frestað til morguns. Liðin mætast aftur á laugardag í deildinni, á Akureyri.
Þessi bikarslagur átti að fara fram á þriðjudag í síðustu viku og var þá frestað þar sem ekki var flugfært frá Akureyri til Eyja, en ætlunin er að liðið fljúgi beint til eyja með Norlandair. Leikurinn var þá settur á í dag kl. 17:30, en hefur verið frestað öðru sinni þar sem ekki er hægt að fljúga í dag vegna vinds, að því er fram kemur í frétt á vef Eyjafrétta. Ætlunin er að reyna aftur á morgun og hefur leikurinn verið settur á dagskrá kl. 17:30 á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember.
Á mótavef HSÍ er merki Rúv við leikinn, sem ætti að gefa til kynna að hann verði sýndur beint í Sjónvarpinu, en þegar dagskrárvefur Rúv er skoðaður er leikinn ekki að finna þar, hvorki í dag né á morgun, aðeins leiki frá HM karla í knattspyrnu.