Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Bjarni Guðjón Brynjólfsson var í byrjunarliðinu með U19 landsliðinu í fyrsta leik þess í lokamóti EM sem fram fer á Möltu. Hann missir þó af næsta leik vegna leikbanns.
Íslendingar mættu Spánverjum í gær og töpuðu 1-2, en Spánverjar fengu ekki á sig mark í undankeppninni. Spánverjar komust yfir í fyrri hálfleik og síðan í 2-0 snemma í þeim síðari. Bjarni lék vel á miðjunni, en fékk tvö gul spjöld og fór því út af þegar stutt var eftir af leiknum. Einum færri náði íslenska liðið að skora, en tapið staðreynd engu að síður. Brottvísun Bjarn þýðir hins vegar að hann verður í leikbanni í næsta leik og missir af leiknum gegn Noregi föstudaginn 7. júlí. Lokaleikur liðsins í riðlinum verður gegn Grikkjum mánudaginn 10. júlí.
Leikur Íslands og Noregs hefst kl. 19 föstudaginn 7. júlí og verður sýndur beint á Rúv 2. Útsending hefst kl. 18:50.
Hér er stutt lýsing á leiknum, tekin af vef KSÍ:
U19 lið karla spilaði sinn fyrsta leik í lokakeppni EM á Möltu í kvöld.
Spánverjar tefldu fram gríðarlega sterku liði sem sótti mikið á Ísland en vörn íslenska liðsins var enn sterkari framan af. Á 16. mínútu fengu þó Spánverjar horn sem þeir nýttu sér vel og skoruðu fyrsta mark leiksins. Íslenska liðið tvíefldist eftir þetta og sótti hart að Spánverjum, staðan í hálfleik var þá 1-0 fyrir Spáni.
Spánverjar komu sterkir inn í seinni hálfleik og skoruðu sitt annað mark á 47. mínútu og voru þá komnir í 2-0. Íslenska liðið hélt áfram að sækja en inn vildi boltinn ekki. Ísland missti mann út af á 87. mínútu með rautt spjald, en liðið lét það ekki stoppa sig og skoraði Ágúst Orri Þorsteinsson á 2. mínútu í uppbótartíma. Til gamans má geta að Spánn fékk ekki á sig neitt mark í undankeppni EM. Lokatölur í Möltu: Ísland 1 Spánn 2