Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Handknattleiksdeild Þórs hélt í gær aðalfund sinn að hluta, en stjórn deildarinnar óskaði eftir því að fundinum yrði frestað og boðað til framhaldsaðalfundar síðar þar sem skipað yrði í stjórn deildarinnar.
Að öðru leyti fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Rekstur deildarinnar hefur verið erfiður af ýmsum ástæðum, en þó ríkir bjartsýni um framhaldið. Eins og fram kom hér á heimasíðunni hefur Halldór Örn Tryggvason verið ráðinn þjálfari meistaraflokks til næstu tveggja ára og Brynjar Hólm Grétarsson aðstoðarþjálfari, ásamt því að leika með liðinu.
Fram kom í skýrslu stjórnar að þrjú atriði muni vega hvað þyngst í því að starfsemi deildarinnar geti blómstrað. Í fyrsta lagi að fólk fáist til starfa í stjórn og unglingaráð, í öðru lagi að iðkendum haldi áfram að fjölga ásamt stöðugri framþróun meistaraflokks og svo í þriðja lagi bygging íþróttahúss á félagssvæðinu.
Þar sem ekki hefur verið lokið við að manna nýja stjórn deildarinnar var aðeins hluti dagskrárinnar kláraður, en kosning í stjórn hefur ekki farið fram og var samþykkt að fresta fundi og boða til framhaldsaðalfundar síðar. Unglingaráð var hins vegar kjörið áfram óbreytt næsta árið - sjá hér.