Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór er í 5. sæti Olísdeildarinnar í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Haukum í dag, 32-28.
KA/Þór hafði forystuna nánast allan leikinn eftir að jafnt hafði verið 1-1. Í fyrri hálfleiknum náðu þær mest sex marka forystu, 13-7, en Haukar minnkuðu muninn í eitt mark seint í fyrri hálfleiknum, 15-14. Þriggja marka munur var í leikhléi, 19-16.
KA/Þór náði sjö marka forystu þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum og átta marka forystu um hann miðjan, en Haukar minnkuðu muninn niður í fjögur mörk áður en yfir lauk, 32-28.
Með sigrinum situr KA/Þór nú eitt í 5. sæti deildarinnar með 12 stig, en Haukar hafa tíu stig. KA/Þór á jafnframt leik til góða á Hauka.
KA/Þór
Mörk: Nathalia Soares 9, Ida Hoberg 7, Rut Jónsdóttir 5, Kristín A. Jóhannsdóttir 4, Júlía Björnsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2.
Varin skot: Matea Lonac 8 (25%), Sif Hallgrímsdóttir 1 (20%).
Haukar
Mörk: Ragnheiður Ragnarsdóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Ena Car 5, Sara Odden 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Natasja Hammer 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12 (27,3%)
Tölfræði leiksins á hbstatz.is.
Næsti leikur hjá KA/Þór er útileikur gegn Stjörnunni laugardaginn 18. febrúar kl. 16.