Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Erfið staða KA/Þórs á botni Olísdeildar kvenna í handbolta varð enn erfiðari með tapi í botnslag gegn Stjörnunni í gær.
Stjarnan náði frumkvæðinu og seig fram úr eftir tæplega stundarfjórðung og hafði sex marka forskot í leikhléi, 8-14. Sú forysta hélst að mestu út leikinn, nema hvað KA/Þór náði að minnka muninn í þrjú mörk snemma í seinni hálfleiknum, en Stjarnan svaraði og náði um tíma átta marka forystu. KA/Þór náði að minnka muninn í tvö mörk alveg í blálokin, en það kom of seint og tveggja marka tap varð niðurstaðan.
KA/Þór - Stjarnan 25-27 (8-14)
Áður en leikur KA/Þórs og Stjörnunnar hófs hafði Afturelding, þriðja liðið í botnbaráttunni, farið til Eyja og unnið eins marks sigur. Stjarnan og Afturelding bættu því bæði við sig tveimur stigum í botnbaráttunni og slitu sig aðeins frá botnsætinu þar sem KA/Þór situr áfram með fimm stig. Afturelding er með átta stig og Stjarnan níu, en KA/Þór á inni heimaleik gegn ÍBV sem var frestað á dögunum. Stjarnan og Afturelding eiga núna eftir þrjá leiki í deildinni, en KA/Þór fjóra, meðal annars heimaleik gegn Aftureldingu um miðjan mars.
KA/Þór
Mörk: Nathalia Soares Baliana 5, Isabella Fraga 5, Telma Lísa Elmarsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Martha Hermannsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Aþena Einvarðsdóttir 1, Agnes Vala Tryggvadóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 8 (31%), Sif Hallgrímsdóttir 2 (40%).
Refsimínútur: 8.
Stjarnan
Mörk: Eva Björk Davíðsdóttir 8, Anna Karen Hansdóttir 6, Helena Rut Örvarsdóttir 6, Vigdís Anna Hjartardóttir 3, Embla Steindórsdóttir 2, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 18 (42,9%).
Refsimínútur: 4.