Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Frá því er sagt á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Þórs að nýlega hafi farið full taska af fatnaði, notuðum keppnisbúningum, til Kenýa.
Það var Oddur Jóhann Brynjólfsson, áhugahlaupari og Þórsari, sem átti frumkvæðið að þessum fataflutningum. Hann er við hlaupaæfingar í Kenýa og hafði samband við handknattleiksdeildina áður en hann fór út og falaðist eftir því hvort deildin væri aflögufær með fatnað. Hann bauðst til þess að koma honum til Kenýa þar sem gríðarlegur skortur er á slíkum fatnaði. Handknattleiksdeildin og Sara Hrönn Viðarsdóttir búningastjóri tóku þessari beiðni fagnandi og sendu Odd Jóhann með fulla tösku af fatnaði. Hann mætti færandi hendi til þorpsins Iten í Kenýa og sendi deildinni myndir og kærar þakklætiskveðjur frá þorpsbúum.
Vel klæddir Kenýabúar. Myndir: Oddur Jóhann Brynjólfsson.