Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór fær kjörið tækifæri í kvöld til að bæta stigum í sarpinn þegar liðið mætir Aftureldingu í Mosfellsbænum í mikilvægum leik í botnbaráttu Olísdeildarinnar í handbolta.
Leikurinn er í 13. umferð deildarkeppninnar, en þessi lið eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Afturelding er með fjögur stig eftir 12 leiki, en KA/Þór með stigi meira. Stigin sem eru í boði í kvöld eru því virkilega mikilvæg fyrir bæði lið. Vinni KA/Þór gæti liðið komist upp fyrir Stjörnuna sem mætir ÍR í kvöld, en Stjarnan er með fimm stig eins og KA/Þór og ÍR þar fyrir ofan með tíu stig.
Þegar liðin mættust á Akureyri í október vann KA/Þór tíu marka sigur.
Leikurinn í kvöld fer fram í íþróttamiðstöðinni að Varmá og hefst kl. 19:30. Allir leikir í deildinni eru í beinni í Sjónvarpi Símans.