Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór tekur á móti Aftureldingu í næstsíðustu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í KA-heimilinu í dag kl. 17:30. Sigur er lífsnauðsynlegur fyrir KA/Þór.
Fyrir leikinn í dag er KA/Þór á botni deildarinnar með fimm stig, en Afturelding er í næstneðsta sætinu með átta stig. Aftureldingu dugir því stig til að forðast beint fall, en KA/Þór verður að ná í bæði stigin til að eiga enn smá von fyrir lokaumferðina. Stjarnan er næsta lið fyrir ofan, með níu stig, en Garðbæingar mæta ÍR á útivelli.
Í lokaumferðinni mætir KA/Þór liði Fram á útivelli á meðan Afturelding fær Val í heimsókn og Stjarnan fær ÍBV.
Enn er von og á meðan svo er skiptir auðvitað máli, eins og alltaf, að mæta á leikina og styðja stelpurnar til sigurs. KA/Þór vann fyrsta leik liðanna í deildinni í vetur, 26-16, á heimavelli í október, en Afturelding snéri dæminu við í janúar og vann með tíu marka mun á sínum heimavelli, 23-13.