Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór vann Fjölni á útivelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Grill 66 deildarinnar um sæti í efstu deild á næsta tímabili, Olísdeildinni. Heimaleikur á dagskrá á mánudag.
Þórsarar mættu ákveðnir til leiks, vel studdir af fjölmennu stuðnginsliði, og höfðu tveggja til þriggja marka forystu allan fyrri hálfleikinn. Heimamenn jöfnuðu fljótlega í seinni hálfleik, 16-16, og náðu í framhaldinu þriggja marka forystu, 21-18. Þeir virtust ætla að hanga á þessu forskoti, en þegar stundarfjórðungur lifði leiks tóku Þórsarar leikhlé í stöðunni 24-21. Eftir leikhléið tóku Þórsarar forystuna með fjórum mörkum í röð. Fjölnismenn jöfnuðu í tvígang, staðan 27-27, en Aron Hólm Kristjánsson skoraði sitt sjöunda og áttunda mark á síðustu einni og hálfu mínútunni og tryggði Þórsurum sigurinn.
Fjölnir - Þór 27-29 (12-15)
Fjölnir
Mörk: Björgvin Páll Rúnarsson 8, Elvar Þór Ólafsson 8, Viktor Berg Grétarsson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Dagur Logi Sigurðsson 1, Haraldur Björn Hjörleifsson 1, Bernhard Snær Petersen 1, Aron Breki Oddnýjarson 1, Alex Máni Oddnýjarson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 9, Sigurður Ingiberg Ólafsson 3.
Refsimínútur: 14.
Rauð spjöld: 1
Þór
Mörk: Aron Hólm Kristjánsson 8, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Sveinn Aron Sveinsson 3, Þormar Sigurðsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 1, Garðar Már Jónssson 1, Halldór Kristinn Harðarson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 15 (35,7%).
Refsimíonútur: 8.
Rauð spjöld: 1.
Með sigrinum tóku Þórsarar forystu í einvíginu, 2-1, búnir að vinna leik á útivelli og til alls líklegir, sérstaklega ef við fyllum Höllina í fjórða leiknum. Fjórði leikurinn í einvíginu verður í Íþróttahöllinni á Akureyri á mánudagskvöld, 29. apríl, og hefst kl. 19:30. Þar er tækifæri fyrir Þórsara að tryggja sér sæti í efstu deild því með sigri í þeim leik myndu þeir vinna einvígið.