Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar eiga fyrir höndum mikilvægan útileik gegn Fjölni í kvöld í Grill 66 deildinni í handbolta. Barátta um röðun liðanna fjögurra sem mega fara upp um deild er jöfn og spennandi á endasprettinum.
ÍR er efst þessara fjögurra liða með 20 stig, Fjölnir er með 19, Þór með 18 og Hörður 16. ÍR og Hörður eiga fjóra leiki eftir, en Þór og Fjölnir þrjá. Efsta liðið af þessum fjórum fer beint upp í Olísdeildina. Næstefsta liðið fer beint í úrslitaviðureign um hitt sætið, en tvö þau neðstu mætast í undanúrslitum og sigurliðið fer í úrslitaviðureignina. Reglur um röðun liða eru eins og sjá má á þessu skjáskoti úr reglugerð HSÍ um handknattleiksmót:
Af þeim leikjum sem þessi fjögur lið eiga eftir eru aðeins tvær innbyrðis viðureignir þeirra, leikur Fjölnis og Þórs annars vegar og Harðar gegn ÍR hins vegar. Leikirnir sem þessi fjögur lið eiga eftir: