Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór tókst ekki að bæta stöðu sína í Olíseildinni í gær liðið mætti ÍBV. Eyjakonur unnu öruggan sigur og hirtu bæði stigin.
ÍBV seig fram úr undir lok fyrri hálfleiksins og hafði sex marka forystu í leikhléinu. Gestirnir héldu áfram öruggum tökum á leiknum í seinni hálfleik og sigruðu með 11 marka mun.
KA/Þór - ÍBV 18-27 (9-15)
KA/Þór
Mörk: Isabella Fraga 6, Aþena Sif Einvarðsdóttir 3, Martha Hermannsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Nathalia Soares Baliana 2, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Katrín Vilhjálmsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 13 (38,2%), Sif Hallgrímsdóttir 2 (25%).
Refsimínútur: 2.
ÍBV
Mörk: Elísa Elíasdóttir 8, Sunna Jónsdóttir 4, Amelía Dís Einarsdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Karolina Anna Olszowa 3, Þóra Björg Stefánsdóttir 2, Margrét Björg Castillo 1, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 1.
Varin skot: 19 (51,4%).
Refsimínútur: 2.
Nú eru tvær umferðir eftir af deildinni, fjögur stig í boði og KA/Þór verður að ná þeim öllum til að halda sæti sínu í deildinni.