Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór vann sinn fyrsta sigur í Olísdeildinni í gær og lyfti sér af botninum.
Fyrir leikinn í gær hafði liðið spilað fimm leiki og aðeins náð einu jafntefli, en Afturelding var með tvö stig í 6. sætinu.
KA/Þór tók forystuna strax í upphafi leiks og jók hana smátt og smátt þegar leið á fyrri hálfleikinn og munurinn sjö mörk í leikhléi, 13-6. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi, bætti smátt og smátt við og vann á endanum tíu marka sigur, 26-16. Matea Lonac var gestunum erfið, var með yfir 50% markvörslu í leiknum.
Lydía Gunnþórsdóttir og Nathalia Soares skoruðu flest mörk, fimm hvor.
KA/Þór
Mörk: Lydía Gunnþórsdóttir 5, Nathalia Soares Baliana 5, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Aþena Einvarðsdóttir 2, Rafaele Nascimento Fraga 2, Kristín A. Jóhannesdóttir 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2.
Varin skot: Matea Lonac 18 (52,9%).
Refsingar: 8 mínútur.
Afturelding
Mörk: Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Sylvía Björt Blöndal 1, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 10 (27,8%).
Refsingar: 0
Tölfræði leiksins á hbstatz.is
Leikskýrslan á hsi.is
Næsti leikur KA/Þórs er útileikur gegn Berserkjum í Powerade-bikarnum miðvikudaginn 25. Október, en næsti leikur liðsins í deildinni er útileikur gegn Fram laugardaginn 28. október.