Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Með stolti kynnum við til leiks markmannsþjálfara yngri flokka Þórs í handbolta, Mateu Lonac.
Matea er fædd í Króatíu árið 1992. Hún byrjaði að spila handbolta þegar hún var 10 ára gömul og hefur verð markmaður síðan. Ásamt því að spila í heimalandi sínu hefur hún einnig spilað í Noregi í þrjú ár. Matea gekk til liðs við KA/Þór árið 2019 og hefur staðið í marki hjá þeim síðan. Matea er samningsbundin KA/Þór að minnsta kosti til vorsins 2025. Síðan hún byrjaði að spila fyri KA/Þór hefur Matea verið einn allra besti markmaður Olísdeildarinnar og unnið með liðinu deildarmeistaratitil, Íslandsmeistaratitil, bikarmeistaratiltil og Meistara meistaranna. Matea var valinn maður leiksins alls níu sinnum á síðasta handboltatímabili.
Matea stundar marsters nám við háskólann í Split í Króatíu í handboltaþjálfun. Hún á eftir eitt ár eftir í því námi. Einnig er hún hluti af þjálfarateymi Alþjóðlegu handboltamarkvarðarbúðanna sem haldnar eru ár hvert í Króatíu.
Markmannsæfingar verða á þriðjudögum klukkan 20:00 fyrir markmenn 5.-3. flokks. Einnig mun Matea fara inn á æfingar 3. og 4.flokks og leiðbeina í spilun.
Við bjóðum Mateu velkomna til starfa.