Ósigur í Eyjum

KA/Þór uppskar ekki árangur erfiðisins og tímans sem liðsmenn og þjálfarar vörðu í ferð til Vestmannaeyja til að mæta ÍBV í Olísdeildinni í dag.

Leikurinn sjálfur var í höndum Eyjakvenna nokkurn veginn frá byrjun, en þær voru komnar með fimm marka forystu eftir um tíu mínútna leik og níu marka forystu þegar fyrri hálfleikurinn var flautaður af, 18-9. Eyjaliðið hélt svo áfram 7-9 marka forskoti þar til á lokamínútunum þegar KA/Þór náði að laga stöðuna með því að skora fimm mörk á móti einu og breyttu stöðunni úr 27-18 í 28-23, sem urðu lokatölur leiksins.

Tölfræðin

ÍBV
Mörk: Birna Berg Haraldsdóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 6, Sunna Jónsdóttir 4, Elísa Elíasdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Amelía Einarsdóttir 2, Karolina Olszowa 2, Ingibjörg Olsen 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 12 (41,4%), Ólöf Maren Bjarnadóttir 3 (33,3).
Brottvísanir: 4 mínútur.

KA/Þór
Mörk: Nathalia Soares 8, Ida Hoberg 4, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 3, Sunna Katrín Hreinsdóttir 2, Agnes Vala Tryggvadóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 13 (32,5%).
Brottvísanir: 2 mínútur

Leikskýrslan á vef HSÍ.
Ítarleg tölfræði leiksins á hbstatz.is.

KA/Þór er áfram í 5. sæti deildarinnar með 12 stig, jafn mörg og Haukar. Öll liðin í deildinni hafa nú spilað 19 stig og eiga tvo leiki eftir. Lokaleikir KA/Þórs:

Laugardagur 25. mars kl. 15: KA/Þór - Fram
Laugardagur 1. apríl kl. 16: Valur - KA/Þór

KA/Þór mætir síðan annað hvort Stjörnunni eða Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í apríl.