Þriggja marka tap í Hafnarfirðinum

Kristján Páll Steinsson varði 12 skot í marki Þórs og Jón Ólafur Þorsteinsson skoraði fimm mörk í kv…
Kristján Páll Steinsson varði 12 skot í marki Þórs og Jón Ólafur Þorsteinsson skoraði fimm mörk í kvöld. Mynd: Þórir Tryggva.

Þórsarar mættu ungmennaliði Hauka í Grill 66 deildinni í kvöld. Haukar sigruðu, 29-26.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og stóð 14-14 í leikhléi. Þórsarar misstu Aron Hólm Kristjánsson út úr leiknum eftir um 12 mínútna leik þegar hann fékk rautt spjald og kom því ekki meira við sögu. Þórsarar komust yfir í upphafi seinni hálfleiks, en Haukar náðu að jafna aftur. Á tíu mínútum í síðari hluta seinni hálfleiksins breyttu Haukar hins vegar stöðunni úr 20-20 í 29-22, sjö marka munur þegar fimm mínútur lifðu leiks. Þórsarar skoruðu þá fjögur mörk í röð og löguðu stöðuna aðeins áður en yfir lauk.

Mörk, varin skot og refsingar

Þór
Mörk: Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Jón Ólafur Þorsteinsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 5, Jóhann Geir Sævarsson 4, Jonn Rói Tórfinnsson 4, Hlynur Elmar Matthíasson 1, Aron Hólm Kristjánsson 1
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 12, Arnar Þór Fylkisson 3
Brotvísanir: 6 mínútur + rautt spjald

Haukar U:
Mörk: Össur Haraldsson 7, Kristófer Máni Jónasson 6, Birkir Snær Steinsson 5, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Magnús Gunnar Karlsson 1, Jakob Aronsson 1, Páll Þór Kolbeins 1, Gísli rúnar Jóhannsson 1, Andri Fannar Elísson 1
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 18, Steinar Logi Jónatansson 1
Brottvísanir: 12 mínútur

Tölfræði leiksins á Hbstatz.is.

Þórsarar sitja áfram í 9. og næstneðsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir 14 leiki. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Víkingi sem fram fer föstudaginn 3. mars og hefst leikurinn kl. 20:15. Leiktíma hefur verið breytt frá upphaflegri niðurröðun þar sem einnig fer fram körfuboltaleikur í Höllinni sama kvöld. Í körfunni mæta Þórsarar liði Hamars kl. 17:45 og svo taka handboltastrákarnir við kl. 20:15.