Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar mættu ungmennaliði Vals í lokaumferð Grill 66 deildarinnar í kvöld. Valsarar unnu, 28-25.
Þórsarar voru á undan að skora á upphafskaflanum, en jafnt var á öllum tölum upp í 6-6, en þá komust Valsarar yfir og voru með 1-2 mörk í forskot þar til Þórsarar jöfnuðu aftur, 14-14, þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik. Valsarar skoruðu tvo síðustu mörk fyrri hálfleiks og tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu þannig fjögurra marka forystu. Munurinn var síðan 3-4 mörk að mestu það sem eftir var, nema hvað Valur náði sex marka forystu þegar leið á, en Þórsarar minnkuðu muninn aftur í þrjú mörk með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins. Lokatölur 25-28.
Aron Hólm Kristjánsson var valinn Þórsari leiksins og hlaut að launum gjafabréf frá Sprettinum.
Þessi leikur var í lokaumferð deildarkeppninnar, en eins og áður hefur komið fram hér eru Þórsarar á leið í úrslitakeppni um laust sæti í Olísdeildinni. Þórsarar enduðu í 9. sæti deildarinnar með 12 stig. Heimasíðunni er ekki kunnugt um leikdaga í úrslitakeppninni, en ljóst er að Þórsarar mæta Fjölni í undanúrslitum.
Þór
Mörk: Aron Hólm Kristjánsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Arnþór Gylfi Finsson 3, Arnviður Bragi Pálmason 2, Halldór Kristinn Harðarson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Hlynur Elmar Matthíasson 1, Jonn Rói Tórfinsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 15, Kristján Páll Steinsson 2, Tristan Ylur Guðjónsson 1.
Refsingar: 6 mínútur
Valur u
Mörk: Ísak Logi Einarsson 9, Áki Hlynur Andrason 6, Þorgeir Arnarsson 4, Dagur Fannar Möller 4, Tómas Sigurðarson 3, Bjartur Guðmundsson 1, Stefán Pétursson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 16.
Refsingar: 12 mínútur
Nánari tölfræði á hbstatz.is.