Clément Bayiha í Þór

Velkominn í Þorpið!
Velkominn í Þorpið!

Kanadíski knattspyrnumaðurinn Clément Bayiha hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Þórs og mun leika með strákunum okkar í Lengjudeildinni í sumar.

Clément er 25 ára gamall kantmaður sem lék síðast með York United í kanadísku úrvalsdeildinni en hann hefur einnig leikið í MLS deildinni í Bandaríkjunum og norsku úrvalsdeildinni á ferli sínum. Að auki hefur hann leikið sjö leiki fyrir yngri landslið Kanada.

Hann semur við Þór út keppnistímabilið 2026.

Við bjóðum Clément velkominn í Þorpið og hlökkum til að fylgjast með honum í baráttunni í sumar.