Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Á hverju ári er sett upp A dómaranámskeið fyrir 4. og 3. flokk í handboltanum. Dómararéttindin skiptast í þrennt, A dómari, B dómari og C dómari. A stigs dómarar verða að vera a.m.k 15 ára á árinu og að hafa setið A dómara námskeið. Þeir þurfa einnig að dæma leiki til að fá full A dómara réttindi. A dómararéttindi gefa réttindi til að dæma leiki í 8.-5.flokki. B, dómara réttindi geta þeir fengið sem hafa dæmt A dómara leiki í a.m.k ár (15 leiki) og tekið B-stigs dómaranámskeið. Við erum með nokkra aðila sem bíða spenntir eftir að komast á B-stigs dómaranámskeið. B-stigs dómari hefur réttindi til að dæma alla leiki nema leiki í meistaraflokki og í 2.flokki karla, úrslitaleikjum yngri flokka og bikarkeppni yngri flokka.
Það var frábær mæting á dómaranámskeiðið og þessir aðilar koma til með að stíga sín fyrstu skref í dómgæslu á næstu mótum sem haldin verða á Akureyri. Efni námskeiðisins kemur frá HSÍ og umsjónarmenn námskeiðsins voru Benedikt Ármannsson og Inda Björk.