Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sautján ungmenni úr Þór og Þór/KA tóku þátt í landsliðsæfingum hjá KSÍ í febrúarmánuði en alls hafa 24 leikmenn úr röðum félaganna æft með landsliðunum frá áramótum, tólf drengir og tólf stúlkur.
Landsliðsfréttir febrúarmánaðar
U21 karla
Ragnar Óli Ragnarsson mætti til æfinga með U21 árs landsliði Íslands dagana 7-8.febrúar en næst á dagskrá hjá liðinu er æfingaleikur gegn Írlandi í lok mars
U19 kvenna
Jakobína Hjörvarsdóttir og Ísfold Mary Sigtryggsdóttur tóku þátt í æfingamóti í Portúgal dagana 15-21.febrúar.
U19 karla
Bjarni Guðjón Brynjólfsson æfði með U19 ára landsliði Íslands dagana 13.-15. febrúar en næst á dagskrá hjá liðinu er milliriðill fyrir undankeppni EM sem fram fer á Englandi seinni partinn í mars.
U18 karla
Ingimar Arnar Kristjánsson æfði með U18 ára landsliði Íslands dagana 6.-8.febrúar síðastliðinn.
U17 kvenna
Angela Mary Helgadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir tóku þátt í æfingamóti í Portúgal með U17 ára landsliði kvenna í upphafi febrúarmánaðar
U17 karla
Davíð Örn Aðalsteinsson æfði með U17 ára landsliði Íslands um miðjan febrúarmánuð.
U16 kvenna
Karlotta Björk Andradóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir og Tinna Sverrisdóttir æfðu með U16 ára landsliði Íslands dagana 22.-24.febrúar.
U16 karla
Egill Orri Arnarsson og Pétur Orri Arnarson eru nú á leið til æfinga með U16 ára landsliði Íslands dagana 1.-3.mars.
U15 karla
Kjartan Ingi Friðriksson og Sigurður Jökull Ingvason æfðu með U15 ára landsliðinu dagana 15.-17.febrúar
U15 kvenna
Aníta Ingvarsdóttir og Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir æfðu með U15 ára landsliðinu dagana 14.-16.febrúar.
Til viðbótar við listann hér að ofan voru fjórir drengir og þrjár stúlkur boðuð í æfingahópa í janúarmánuði en aðeins tvö félög á Íslandi hafa átt leikmann í öllum æfingahópum drengjalandsliðanna í upphafi árs, það eru Þór og Breiðablik.
Að auki fór fram Hæfileikamótun KSÍ á Norðurlandi í lok janúar þar sem fimm Þórsarar, fæddir árið 2009 tóku þátt.