Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Eva Wium Elíasdóttir og Marín Lind Ágústsdóttir voru fyrr í mánuðinum valdar í lokahóp U20 landsliðs Íslands í körfubolta.
Halldór Karl Þórisson er þjálfari U20 landsliðsins, en honum til aðstoðar eru Benedikt Guðmundsson og Hallgrímur Brynjólfsson. Tilkynnt var um valið í U20 hópinn í byrjun júní og eru þær Eva og Marín báðar á þeim lista. Þær Eva og Marín eru báðar samningsbundnar Þór, en Marín Lind spilaði síðast með Þórsliðinu í lok árs 2022. Hún er í háskólanámi í Bandaríkjunum og spilar þar með liði Arizona Western háskólans.
Ísland er í B-deild í Evrópumótinu, en mótið fer fram í Craiova í Rúmeníu í lok júli og byrjun ágúst. Ísland er í riðli með Búlgaríu, Slóvakíu, Noregi og Austurríki. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður 28. júlí gegn Austurríki.
Hér má sjá leiki íslenska liðsins í riðlinum. Smellið á myndina til að heimsækja mótsvefinn.
Í ágúst fara U15 landslið Íslands, stúlkna og drengja, í æfinga- og keppnisferð til Finnlands þar sem liðin leika nokkra leiki við landslið Finnlands í bland við æfingar. Liðin halda utan þann 6. ágúst og koma heim aftur 12. ágúst.
Emma Karólína Snæbjarnardóttir í leik gegn Stjörnunni í vor. Mynd: Páll Jóhannesson.