Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Hæfileikamótun N1 og KSÍ fór fram í síðustu viku þegar Þórhallur Siggeirsson, yfirmaður hæfileikamótunar hjá KSÍ, valdi 68 leikmenn fædda 2010 til æfinga sem fram fóru í Miðgarði í Garðabæ.
Í þessum hópi voru alls fimm Þórsarar. Það voru þeir Aron Óli Ödduson, Jón Alex Sveinsson, Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson, Smári Signar Viðarsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson sem allir leika með 4.flokki Þórs.
Hæfileikamótun N1 og KSÍ er fyrsta skref Knattspyrnusambandsins í sínu afreksstarfi þar sem markmiðið er meðal annars að fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
Við óskum strákunum til hamingju með þetta flotta tækifæri.