Fjórði útisigurinn hjá Þór/KA

Stelpurnar þjappa sér saman fyrir leik í Kaplakrika í gær.
Stelpurnar þjappa sér saman fyrir leik í Kaplakrika í gær.

Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti Bestu deildarinnar og hafði sætaskipti við FH með 1-0 sigri á Hafnarfjarðarliðinu í Kaplakrika í gær.

Það var nóg af færum í leik liðanna í gær, Þór/KA sprækara liðið, sérstaklega í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu góð færi, en markverðir beggja liða áttu stórleik. Eina mark leiksins kom á 58. mínútu þegar Karen María Sigurgeirsdóttir vann boltann af varnarmanni FH og skoraði af yfirvegun fram hjá markverðinum.

  • 0-1 - Karen María Sigurgeirsdóttir (58')

Eftir þennan sigur situr Þór/KA í 4. sætinu með 22 stig. Fyrir ofan eru Valur (29), Breiðablik (27) og Þróttur (24), en þessi lið eiga leik inni. Valur og Þróttur mætast í kvöld, sem og Breiðablik og Selfoss.

Þór/KA mætir Breiðabliki á Kópavogsvelli í næsta leik, sem fer fram mánudaginn 7. ágúst og hefst kl. 16.

Nánar á thorka.is.