Góð byrjun Þórsara í Grill 66 deildinni

Brynjar Hólm Grétarsson, nýr spilandi aðstoðarþjálfari Þórs, var markahæstur Þórsara í dag með sex m…
Brynjar Hólm Grétarsson, nýr spilandi aðstoðarþjálfari Þórs, var markahæstur Þórsara í dag með sex mörk. Hér skorar hann síðasta mark leiksins. Mynd: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net.
- - -

Þórsarar skoruðu tvö síðustu mörkin í 28-26 sigri gegn ungmennaliði Vals í fyrstu umferð Grill 66 deildarinnar þrátt fyrir að vera tveimur færri eftir brottvísanir á lokamínútunum.

Leikurinn var jafn lengst af en Þórsarar með forystuna lengst af og náðu þriggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum, staðan 14-11 í leikhléi. Þeir héldu frumkvæðinu áfram í seinni hálfleiknum, náðu mest fjögurra marka forystu, en Valsmenn söxuðu á forskotið og jöfnuðu í 25-25 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Tveir Þórsarar fengu refsingu þegar innan við tvær mínútur eftir, einn með tveggja mínútna brottvísun og annar með beint rautt spjald. Valur jafnaði í 26-26, en tveimur færri náðu Þórsarar að skora tvö síðustu mörkin og landa sigri, 28-26.

Tölurnar

Þór
Mörk: Brynjar Hólm Grétarsson 6, Aron Hólm Kristjánsson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Arnþór Gylfi Finnsson 3, Halldór Kristinn Harðarson 3, Halldór Yngvi Jónsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Viðar Ernir Reimarsson 2, Hilmir Kristjánsson 1.
Varin skot: 14 (35%), Kristján Páll Steinsson 13, Tómas Ingi Gunnarsson 1.
Refsingar: 6 mínútur.

Valur
Mörk: Hlynur Freyr Geirmundsson 5, Knútur Gauti Kruger 5, Daníel Montoro Montoro 4, Daníel Örn Guðmundsson 3, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 3, Atli Hrafn Bernburg 2, Jóhannes Jóhannesson 1, Loftur Ásmundsson 1, Dagur Leó Fannarsson 1, Gabríel Kvaran 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 6 (17,6%).
Refsingar: 14 mínútur.

  • Leikskýrslan á hsi.is.
  • Tölfræðin á Hbstatz.is.
  • Næsti leikur:
    Mánudagur 2. október kl. 19:30.
    KA-U - Þór
    K.A. heimilið