Góður útisigur gegn Skallagrím

Okkar menn í körfuboltanum gerðu góða ferð í Borgarnes í kvöld þar sem Þór heimsótti Skallagrím í 1.deildinni.

Leiknum lauk með tíu stiga sigri okkar manna, 82-92, í leik þar sem okkar menn höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Snæfell þann 14.febrúar næstkomandi.