Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar sóttu Fjölni heim í fyrsta leik í úrslitakeppni Grill 66 deildar karla í kvöld og máttu þola tap, 30-22. Annar leikurinn er á mánudaginn.
Leikurinn í Dalhúsum var jafn mestallan fyrri hálfleikinn, en Fjölnir náði mest þriggja marka mun. Eins marks forysta heimamanna í leikhléi, 14-13. Heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks og sigu svo hægt og bítandi enn lengra fram úr og sigruðu að lokum með átta marka mun, 30-22.
Arnór Þorri Þorsteinsson, markakóngur deildarinnar, skoraði eins og oft áður flest mörk Þórsara í kvöld, eða sjö. Sævar Þór Stefánsson, kornungur leikmaður sem skrifaði í vikunni undir sinn fyrsta samning við handknattleiksdeild Þórs skoraði þrjú mörk.
Tölfræði leiksins á hbstatz.is.
Þór
Mörk: Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Jonn Rói Tórfinnsson 4, Aron Hólm Kristjánsson 3, Sævar Þór Stefánsson 3, Arnþór Gylfi Finnsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Andri Snær Jóhannsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 5, Arnar Þór Fylkisson 3.
Refsingar: 4 mínútur
Fjölnir
Mörk: Benedikt Marinó Herdísarson 9, Viktor Berg Grétarsson 5, Elvar Þór Ólafsson 4, Goði Ingvar Sveinsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Sigðurður Örn Þorsteinsson 2 og Óðinn Freyr Heiðmarsson 1.
Varin skot: Andri Hansen 11
Refsingar: 10 mínútur
Annar leikurinn í einvígi liðanna verður í Íþróttahöllinni á Akureyri mánudaginn 17. apríl og hefst kl. 18. Vinna þarf tvo leiki til að fara áfram í úrslitaeinvígi gegn Víkingi eða Kórdrengjum.