Grill 66: Sjö marka sigur syðra

Arnar Þór Fylkisson var með 48,7% markvörslu í sigri Þórsara í dag. Með honum á myndinni er Árni Rún…
Arnar Þór Fylkisson var með 48,7% markvörslu í sigri Þórsara í dag. Með honum á myndinni er Árni Rúnar Jóhannsson formaður Handknattleiksdeildar.

Þórsarar sóttu bæði stigin í Úlfarsárdalinn í Reykjavík þegar liðið mætti ungmennaliði Fram. Sjö marka sigur okkar manna varð niðurstaðan, 27-20. Arnar Þór Fylkisson varði 19 skot.

Heimamenn byrjuðu betur og höfðu eins til þriggja marka forystu fyrsta stundarfjórðunginn, en Þórsarar jöfnuðu í 6-6 og komust yfir í framhaldinu. Þórsarar höfðu eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn, en Frammarar jöfnuðu aftur í 12-12 í byrjun þess seinni. Jafnt var á nokkrum tölum eftir það, en Þórsarar fóru fljótlega að síga fram úr aftur og munurinn 2-4 mörk þar til á lokakaflanum, en eftir leikhlé hjá okkar mönnum þegar um sjö mínútur voru eftir bættu þeir í forystuna, skoruðu fjögur mörk gegn einu á lokamínútunum.

Arnar Þór Fylkisson var áberandi í markinu í dag, varði 19 skot, eða 48,7%. Þá má væntanlega einnig telja til tíðinda að Þórsarar fengu aðeins einu sinni brottvísun í leiknum.

Aron Hólm Kristjánsson og Kostadin Petrov skoruðu sex mörk hvor, Josip Vekic fimm mörk, Arnór Þorri Þorsteinsson fjögur, Jón Ólafur Þorsteinsson þrjú og þeir Aðalsteinn Ernir Bergþórsson, Ágúst Örn Vilbergsson og Jonn Rói Tórfinsson eitt hver.

Leikskýrslan á vef HSÍ.
Gangur leiksins og helstu tölur á hbstatz.is.

Með sigrinum skutust Þórsarar upp í 5. sætið, sitja þar með sjö stig, jafn mörg og Víkingur og Fjölnir, sem bæði hafa þó spilað færri leiki en Þór. Þórsarar hafa núna unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað fjórum. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn ungmennaliði Selfoss föstudaginn 2. desember og hefst leikurinn kl. 19:30. 

Staðan í deildinni: