Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Handknattleikslið Þórs heldur suður í dag og mætir ungmennaliði Fram í Úlfarsárdal. Leikurinn hefst kl. 17:30 og verður honum streymt á Fram TV á YouTube.
Fyrir leikinn eru Þórsarar stigi og sæti á eftir ungmennaliði Fram. Okkar menn með fimm stig í í 7. sætinu, en Fram U með sex stig í 6. sætinu. Þórsarar hafa leikið sjö leiki, einum leik fleira en Frammarar.
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur félagið sagt upp aðalþjálfara meistaraflokks, en Halldór Örn Tryggvasvon, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari í fyrra en fór síðan í fæðingarorlof, hefur stigið til baka tímabundið úr orlofinu og stýrir liðinu í leiknum gegn Fram. Þekkt er í íþróttum að lið taka kipp við þjálfaraskipti og verður spennandi að sjá hvernig liðið kemur inn í þennan leik. Að sjálfsögðu væri gaman ef okkar fólk á höfuðborgarsvæðinu myndi renna í Úlfarsárdalinn og styðja strákana. Þegar upp er staðið getur slíkt einmitt verið það sem skilur á milli í spennandi og jöfnum leikjum.
Staðan í deildinni á vef HSÍ.
Mögulegt verður að fylgjast með beinu streymi frá leiknum á YouTube-rás Fram TV.