Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Nokkrir úr óformlegum félagsskap eldri Þórsara sem kalla sig Grobbara tóku til hendinni á dögunum.
Nýjar loftplötur voru sett upp í pottherbergið í Friðriksstofu ásamt nokkrum fleiri lagfæringum og fegrunaraðgerðum. Grobbarar gáfu vinnu og efni fyrir þessa framkvæmd. Fréttaritari kíkti við þegar þeir voru á fullu við endurbæturnar. Friðriksstofa, sem inniheldur herbergi og aðstöðu með heitum potti, sjónvarpi og gufubaði, er kennd við Friðrik S. Einarsson, fyrsta formann Þórs.
Þarna voru á ferðinni, undir öruggri verkstjórn Rúnars Steingrímssonar, þeir Birgir Karlsson, Davíð Ómar Þorsteinsson, Einar Birgir Kristjánsson og Nói Björnsson. Smellið á myndina til að opna myndaalbúm með fleiri myndum.
Rúnar Steingrímsson og Birgir Karlsson voru að snyrta til planka og klæða ofan við gufubaðsklefann. Þar þurfti að loka því hugsunarlausir notendur áttu það til að henda þar upp á ýmsu smálegu.