Bræðurnir Hákon Ingi Halldórsson og Hafþór Ingi Halldórsson skrifuðu í dag undir samninga við handknattleiksdeild Þórs.
Hákon er hægri hornamaður og kemur heim frá Slóvakíu eftir þriggja ára dvöl þar sem hann hefur spilað hjá liðinu MHáK Martin. Hákon hefur sigrað næst efstu deild og leikið tvö tímabil í efstu deild en er í dag markahæstur í næst efstu deild með 150 mörk.
Hafþór er einnig uppalinn Þórsari sem leikur sem hægri skytta en hann hefur síðustu ár spilað í neðri deildum í Danmörku meðfram dýralæknanámi.
Við bjóðum bræðurna hjartanlega velkomna heim í Þorpið.