Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar náðu ekki að vinna upp það forskot sem Hamarsmenn náðu í fyrsta leikhluta og gestirnir sigruðu, 100-108 þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.
Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur fóru gestirnir að síga fram úr okkar mönnum þegar leið á fyrsta leikhlutann, unnu hann með 13 stigum. Annar leikhlutinn var nokkuð jafn, sem og sá þriðji, en Þórsarar náðu að minnka muninn aftur niður í 11 stig í lok þriðja leikhlutans, munaði reyndar ekki miklu að Smári næði þriggja stiga flautukörfu í lok þriðja fjórðungs. Þórsarar sóttu svo áfram í sig veðrið þegar leið á fjórða leikhluta, minnkuðu muninn í tíu stig, 88-98 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir og átta stig þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, Hamarsmenn svöruðu en aftur minnkuðu Þórsarar muninn, náðu honum niður í fimm stig á lokamínútunni og unnu seinni hálfleikinn með sex stiga mun. En því miður komust okkar menn ekki nær og má segja að gestirnir hafi bókstaflega verið „skrefinu“ á undan með Jose Medina í broddi fylkingar með 46 stig, ásamt fimm fráköstum og sjö stoðsendingum.
Stig - fráköst - stoðsendingar
Toni Cutuk 25/7/2, Smári Jónsson 24/10/9, Baldur Örn Jóhannesson 18/13/2, Páll Nóel Hjálmarsson 13/3, Zak David Harris 12/2/1, Bergur Ingi Óskarsson 4/3/1, Róbert Orri Heiðmarsson 4/1. Zak var með 100% skotnýtingu utan af velli, fjögur tveggja stiga og einn þrist, og 50% nýtingu af vítalínunni, eitt af tveimur. Framlagshæstir í Þórsliðinu voru Tony Cutuk og Smári með 25, Baldur Örn næstur með 20.
Tölurnar úr leikhlutunum: 23-36 • 24-25 • (47-61) • 27-24 • 26-23 • 100-108.
Ítarleg tölfræði úr leiknum.