Handboltafræðsla á sumardaginn fyrsta.

Erlingur Birgir Richardsson
Erlingur Birgir Richardsson

Sumardagurinn fyrsti byrjaði á samveru þjálfara yngri flokka handboltans hjá Þór. Til okkar í dag kom Erlingur Birgir Richardsson. Erlingur er með víðtæka reynslu í handboltanum. Hann þjálfaði ÍBV á árunum 2018-2023 og skifaði nú í vor undir tveggja ára samning við félagið varðandi þjálfun meistaraflokks ÍBV. Auk þessa hefur Erlingur þjálfað landslið Hollands, Sádi-Arabíu og kvennalið Íslands. Þá þjálfaði hann Füchse Berlin í Þýskalandi og austurríska liðið Handball West Wien. 

Erlingur er menntaður íþróttafræðingur frá HÍ auk þess að hafa lokið námi frá Íþróttakennaraháskólanum á Laugarvatni. Í dag fræddi hann þjálfarana okkar um Akademíu ÍBV, þjálfaratækni, uppbyggingu æfinga og hugmyndafræði sína varðandi handboltaþjálfun. 

Eftir fyrirlesturinn var haldið í íþróttahús Síðuskóla þar sem allir iðkendur 6.-3.flokks voru boðaðir og settar upp æfingar fyrir hvern og einn aldurshóp undir handleiðslu Erlings og þjálfarateymis Þórs. Mætingin var framúrskarandi, miðað við sumardaginn fyrsta en tæplega 40 iðkendur mættu á aukaæfinguna í dag. 

Frábær dagur í alla staði, takk fyrir okkur Erlingur.