Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar og ungmennalið Hauka skildu í kvöld jöfn eftir æsispennandi lokamínútur í leik liðanna í Grill 66 deild karla í handbolta. Arnór Þorri Þorsteinsson skoraði 15 mörk. Þór og ÍR berjast um efsta sæti A-liðanna, en ungmennalið Fram rígheldur í toppsætið.
Eftir upphafsmínúturnar náðu Haukar forystunni og héldu tveggja til þriggja marka forystu og síðan fjögurra marka forystu eftir 20 mínútna leik, 11-15. Þá jöfnuðu Þórsarar með fjórum mörkum í röð, 15-15, og svo jafnt á næstu tölum, en Þórsarar komust í fyrsta skipti yfir í leiknum með marki Halldórs Kristins Harðarsonar, 18-17.
Jafnt var á flestum tölum vel inn í seinni hálfleikinn, Þórsarar með tveggja marka forystu 22-20, en áfram jafnt á flestum tölum þar til gestirnir skoruðu tvö mörk í röð og náðu forystu, 26-28 þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Gestirnir héldu eins til tveggja marka forystu þar til Arnór Þorri Þorsteinsson jafnaí í 32-32 þegar tæp ein og hálf mínúta var eftir. Brynjar Hólm Grétarsson kom Þór yfir á lokamínútunni, en gestirnir svöruðu á lokasekúndunum og jafntefli niðurstaðan, 33-33.
Þór - Haukar-U 33-33 (18-17)
Þór
Mörk: Arnór Þorri Þorsteinsson 15, Halldór Kristinn Harðarson 7, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Garðar Már Jónsson 1, Friðrik Svavarsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1, Aron Hólm Kristjánsson.
Varin skot: 31,3%, Bjarki Símonarson 10, Kristján Páll Steinsson 5.
Refsingar: 8 mínútur
Haukar U
Mörk: Egill Jónsson 8, Sigurður Snær Sigurjónsson 7, Kristinn Pétursson 6, Ágúst Bragi Þórðarson 4, Sigurður Bjarni Árnason 3, Ómar Haraldsson 2, Páll Þór Kolbeins 2, Magnús Gunnar Karlsson 1.
Varin skot: 29,8%, Magnús Gunnar Karlsson 12, Ari Digmus Maríuson 2.
Refsingar: 12 mínútur.
Leikskýrslan (hsi.is)
Tölfræði (hbstatz.is)
Þór og ÍR eru jöfn að stigum, en ÍR vann ungmennalið Víkings í gær og tyllti sér í 2. sætið, heldur því raunar þar sem Þórsarar náðu aðeins í eitt stig í dag. ÍR-ingar eiga leik til góða á Þórsara. Ungmennalið Fram er áfram á toppnum með 22 stig. ÍR-ingar eru með 15 stig að loknum 11 leikjum og Þórsarar einnig 15 stig, en að loknum 12. leikjum.
Þórsarar eiga aftur heimaleik næstkomandi laugardag þegar þeir fá ungmennalið HK í heimsókn í Höllina.