Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar áttu ekki í neinum vandræðum með að landa tveimur stigum þegar þeir mættu ungmennaliði HK í Grill 66 deildinni í handbolta í dag. Þrettán mörkum munaði þegar upp var staðið.
Eftir nokkurra mínútna leik var forysta Þórsara orðin fjögur mörk og hún jókst síðan smátt og smátt út leikinn, átta marka forysta í leikhléi. Sama sagan var í seinni hálfleiknum, Þórsarar með örugg tök á leiknum og bættu smátt og smátt í forystuna, náðu mest 14 marka forskoti, en munurinn á endanum 13 mörk.
Þór - HK-U 34-21 (17-9)
Halldór Kristinn Harðarson var markahæstur Þórsara með átta mörk, en Sigurður Ringsted Sigruðsson skoraði sex. Kristján Páll Steinsson var drjúgur og vel það í markinu, varði 21 skot.
Þór
Mörk: Halldór Kristinn Harðarson 8, Sigurður Ringsted Sigurðsson 6, Aron Hólm Kristjánsson 4, Arnór Þorri Þorsteinssn 3, Þormar Sigurðsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Arnþór Gylfi Finssn 2, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Leonid Mykhailiutenko 1, Friðrik Svavarsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1, Heiðmar Örn Björgvinsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 21, Tómas Ingi Gunnarsson 3 (53,3%).
Refsingar: 8 mínútur.
HK-U
Mörk: Arnór Róbertsson 4, Egill Már Hjartarson 4, Marteinn Sverrir Bjarnason 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Mikael Andri Samúelsson 3, Ísak Óli Eggertsson 3, Halldór Svan Svansson 1.
Varin skot: Sigurður Jökull Ægisson 9, Patrekur Guðni Þorbergsson 8 (33,3%).
Refsingar: 6 mínútur.
Leikskýrslan (hsi.is)
Tölfræðin (hbstatz.is)
Þórsarar endurheimtu stöðu sína á toppi deildarinnar, ef svo má segja, það er sem efsta lið af þeim sem berjast um Olísdeildarsætin. Helstu keppinautarnir, Fjölnir og ÍR, gerðu jafntefli í gær. Ungmennalið Fram er enn í efsta sætinu, Þórsarar eru í 2. sæti með 18 stig úr 13 leikjum, ÍR er með 17 stig úr 12 leikjum og Fjölnir 15 stig úr 12 leikjum.
Þórsarar eiga frí um næstu helgi, en fara svo til Ísafjarðar laugardaginn 17. febrúar.