Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar máttu sætta sig við tap gegn Herði á Ísafirði í Grill 66 deild karla í handbolta í gær. Markvörður Ísfirðinga varði 24 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig.
Leikurinn var jafn lengst af og skiptust liðin á forustynni alveg þar til komið var fram í seinni hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 14-13, heimamönnum í hag. Jafnt var, 18-18, þegar tæpar 20 mínútur voru til leiksloka, en heimamenn í Herði náðu forystunni og héldu henni út leikinn, enduðu með fimm marka sigri. Markvörður þeirra, Jonas Maier, varði helming þeirra skota sem okkar menn komu á markið, samtals 24 skot.
Hörður
Mörk: Endijs Kusners 8, José Esteves Neto 7, Jhonatan C. Santos 4, Guillherme Carmignoli Andrade 3, Tugberk Catkin 2, Kenya Kasahara 2.
Varin skot: Jonas Maier 24 (50%).
Refsimínútur: 6.
Þór
Mörk: Brynjar Hólm Grétarsson 7, Aron Hólm Kristjánsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Halldór Kristinn Harðarson 2, Sveinn Aron Sveinsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 8 (21,6%).
Refsimínútur: 4.
Á meðan Hörður hirti bæði stigin gegn Þór vann Fjölnir sinn leik og ÍR gerði jafntefli við efsta lið deildarinnar, ungmennalið Fram. Slagurinn um röð liðanna sem geta farið upp um deild er því orðinn enn meira spennandi en áður. Fjölnir er með 19 stig, ÍR og Þór með 18. ÍR á fimm leiki eftir, en Þór og Fjölnir fjóra. Hörður kemur í humátt á eftir með 14 stig. Væntanlega mun draga til einhverra tíðinda næsta laugardag því þá taka Þórsarar á móti ÍR-ingum.