Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Handboltalið Þórs fer aftur af stað í Grill 66 deildinni í dag eftir tveggja vikna hlé frá síðasta leik. Strákarnir fara í Breiðholtið og mæta ÍR-ingum, en ásamt Þór er ÍR eitt af fimm liðum deildarinnar sem keppa um sæti í Olísdeildinni í vetur.
Þórsarar eru í 2. sæti deildarinnar með níu stig eftir fimm umferðir, jafnir Fjölni að stigum. ÍR-ingar hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum og sitja í 5. sætinu með sex stig. ÍR-ingar máttu þola tap gegn ungmennaliði Fram í síðustu umferð á meðan Þórsarar unnu öruggan sigur á Herði frá Ísafirði.
Leikur liðanna hefst kl. 16. Allir leikir Grill 66 deildarinnar eru sýndir beint í Sjónvarpi Símans.
Þórsliðið getur með sigri komist í toppsætið því Fjölnir tapaði sínum fyrsta leik í deildinni núna í vikunni þegar þeir mættu ungmennaliði Fram, sem nú situr í efsta sætinu með tíu stig. Fjölnir og Þór eru með níu, en Þórsarar eiga leikinn gegn ÍR inni.
Grill 66 deildin: stöðutafla.