Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar töpuðu fyrir ungmennaliði Fram í 8. umferð Grill 66 deildarinnar í dag og töpuðu toppsæti deildarinnar í hendur þeirra þar með.
Jafnt var á öllum tölum upp í 5-5, en þá náðu heimamenn fyrst tveggja marka forystu og héldu frumkvæðinu að mestu út fyrri hálfleikinn. Fram náði mest fimm marka forystu, 14-9 þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum, en munurinn fjögur mörk, 18-14, í leikhléi.
Þórsarar náðu að minnka muninn í tvö mörk snemma í seinni hálfleiknum, en komust ekki nær en það. Frammarar bættu smátt og smátt í forskotið og hreinlega völtuðu yfir okkar menn á lokakaflanum. Arnór Þorri Þorsteinsson og Brynjar Hólm Grétarsson voru markahæstir Þórsara í dag með sjö mörk hvor.
Fram-U - Þór 40-30 (18-14)
Leikskýrslan (hsi.is)
Tölfræðin (hbstatz.is)
Fram-U
Mörk: Tryggvi Garðar Jónsson 8, Bjartur Már Guðmundsson 7, Arnþór Sævarsson 6, Sigurður Bjarki Jónsson 6, Theodór Sigurðsson 5, Max Emil Stenland 4, Alex Unnar Hallgrímsson 2, Benjamín Björnsson 2.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 11, Starkaður Arnalds 2 (30,2%).
Refsingar: 6 mínútur.
Þór
Mörk: Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Brynjar Hólm Grétarsson 7, Aron Hólm Kristjánssoon 6, Jóhann Gunnarsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Friðrik Svavarsson 1, Arnþór Gylfi Finnson 1, Andri Snær Jóhannsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 8 (16,7%)
Refsingar: 14 mínútur
Frammarar hirtu toppsæti Grill 66 deildrainnr aftur af Þórsurum, en þeir eru nú með 12 stig að loknum sjö leikjum. Þór og Fjölnir eru með 11 stig úr átta leikjum.
Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn ungmennaliði Víkings laugardaginn 2. desember.