Handbolti: Toppsætið verður að bíða

Fyrsti ósigur Þórsara í Grill 66 deildinni varð staðreynd í dag þegar þeir mættu ÍR-ingum í Breiðholtinu. Tólf marka tap varð niðurstaðan, 34-22. Þórsarar áttu möguleika á að komast á topp deildarinnar eftir að Fjölnir tapaði fyrr í vikunni, en þær vonir brustu og verður toppsætið að bíða betri tíma.

Heimamenn í ÍR höfðu skorað fjögur mörk á innan við fjórum mínútum áður en Þórsarar komust á blað með marki Brynjars Hólm Grétarssonar. Þórsarar unnu upp forskotið og jöfnuðu í 6-6, en ÍR-ingar sigur aftur fram úr og höfðu fjögurra marka forskot í leikhléi, 17-13.

Um miðjan seinni hálfleik voru ÍR-ingar komnir með sjö marka forskot og héldu svo áfram að bæta í og voru komnir með 12 marka forystu þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir.

Þór og Fjölnir misstu toppsætið í hendur ungmennaliðs Fram, sem reyndar skiptir ekki öllu máli því ungmennaliðin geta ekki færst upp í Olísdeildina. Þór og Fjölnir töpuðu bæði leikjum sínum í umferðinni og eru í 2.-3. sæti með níu stig, en ÍR-ingar fylgja fast á hæla þeirra með átta stig.

ÍR
Mörk: Hrannar Ingi Jóhannsson 8, Eyþór Ari Waage 5, Baldur Fritz Bjarnason 4, Jökull Blöndal Björnsson 4, Bernard Kristján Darkoh 3, Róbert Snær Örvarsson 3, Egill Skorri Vigfússon 2, Andri Freyr Ármannsson 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 14 (38,9%).
Refsingar: 6 mínútur.

Þór
Mörk: Brynjar Hólm Grétarsson 3, Friðrik Svavarsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Sigurður Ringsted Sigurðsson 3, Viðar Ernir Reimarsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Aron Hólm Kristjánsson 2, Garðar Már Jónsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Halldór Yngvi Jónsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 6 (15%).
Refsingar: 4 mínútur.

Leikskýrslan (hsi.is)

Tölfræði leiksins (hbstatz.is)

Næsti leikur Þórs í deildinni er heimaleikur gegn Fjölni, en fyrst er það bikarkeppnin þar sem Olísdeildarlið Selfoss kemur norður.

  • Keppni: Powerade-bikarinn
  • Leikur: Þór - Selfoss
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Miðvikudagur 15. nóvember
  • Tími: 18:30