Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs efnir til hópferðar stuðningsfólks á oddaleik Þórs og Stjörnunnar sem fram fer í Garðabænum á morgun, þriðjudaginn 18. apríl.
Á morgun, þriðjudaginn 18. apríl, fer fram hreinn úrslitaleikur um meistaratitil 1. deildar kvenna í Garðabæ. Stelpurnar okkar mæta Stjörnunni í leik 5 í úrslitaeinvíginu kl. 19:15 í Umhyggjuhöllinni. Á tímabilinu hefur góður stuðningur við kvennaliðið komið þeim ansi langt, fyrst í deildarkeppni og núna í úrslitakeppninni þar sem þær geta tryggt sér titilinn. Stelpurnar myndu gjarnan vilja fá eins marga með suður og mögulegt er, skapa stemningu í stúkunni og vera með læti í mikilvægasta leik tímabilsins.
Í þennan risastóra leik ætlum við að bjóða upp á rútuferð fyrir alla sem vilja fara og klára mótið með stelpunum. Sætið kostar 3.000 kr. (eða frjáls framlög umfram það). Brottför verður frá Hamri, félagsheimili okkar Þórsara, kl. 12:30. Fyllum stúkuna af fólki í rauðu og hvítu, mætum með læti og klárum þetta saman!
Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina og tryggja sér sæti hér: Skráning í stuðningsmannaferð.
Sjáumst á morgun í Umhyggjuhöllinni.