Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Meistaramót Þórs í tvímenningi í 501 fór fram í aðstöðu píludeildarinnar í Íþróttahúsinu við Laugargötu í dag. Keppt var í kvenna- og karlaflokki.
Átta konur mættu til leiks. Hrefna Sævarsdóttir og Guðrún Þórðardóttir unnu riðilinn örugglega, unnu allar viðureignirnar á meðan hin þrjú pörin skiptust á að vinna hvert annað. Þær Hrefna og Guðrún, sem í gærkvöld áttust við í úrslitaleiknum í meistaramóti píludeildarinnar í krikket, unnu öruggan 4-0 sigur í undanúrslitum og mættu Eriku Mist og Sunnu Valdimarsdóttur í úrslitaleik. Sú viðureign endaði með 5-3 sigri þeirra Hrefnu og Guðrúnar, sem eru þar með félagsmeistarar í 501, einmenningi, í pilukasti 2023. Annar titillinn sem Hrefna vinnur á jafnmörgum dögum.
Myndaalbúm frá mótinu og fleiri píluviðburðum er komið inn á síðuna - opna myndaalbúm.