Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór náði aðeins jafntefli gegn Selfyssingum í 18. umferð Lengjudeildarinnar, en er þó enn með í baráttunni um umspilssæti deildarinnar.
Þórsarar komust yfir í fyrri hálfleik með marki Arons Inga Magnússonar, en Selfyssingar jöfnuðu í seinni hálfleik og komust yfir sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, í bæði skiptin eftir hornspyrnu. Þeir héldu forystunni þó ekki lengi því Aron Ingi skoraði sitt annað mark skömmu síðar og jafnaði í 2-2. Það urðu lokatölur leiksins. Bæði mörk Arons Inga voru sérlega glæsileg.
Næsti leikur Þórs er á heimavelli gegn Njarðvík föstudaginn 25. ágúst kl. 17.
Þór er með 24 stig að loknum 18 leikjum. Vænta má spennandi keppni áfram um það hvaða lið enda í 2.-5. sæti deildarinnar og fara þar með í umspil um sæti í efstu deild. Þór er eftir leikinn á sunnudaginn tveimur stigum frá 5. sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðið á eftir heimaleiki gegn Njarðvík, ÍA og Grindavík og útileik gegn Gróttu.
Staðan í deildinni eftir leiki gærdagsins, en tveir leikir fara fram í dag kl. 17. Grindavík og Grótta eru í sætunum fyrir neðan Þór, en þessi lið eiga bæði útileik í dag kl. 18 og gætu með sigri farið upp fyrir Þór.
Upptaka af leiknum er á YouTube-rás Lengjudeildarinnar, en hér að neðan er hægt að fara beint inn og skoða hvert mark fyrir sig.
0-1 - Aron Ingi Magnússon (34').
1-1 - Guðmundur Tyrfingsson (59')
2-1 - Adrian Sanches (83')
2-2 - Aron Ingi Magnússon (87')