Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í Grill 66 deildinni í handbolta með öruggum útisigri á FH, 21-30. Sigur okkar kvenna var afar öruggur en staðan í leikhléi var 6-17 fyrir KA/Þór
Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.
KA/Þór snýr því aftur í Olís deildina á næsta leiktímabili eftir stutt stopp í B-deildinni en liðið hefur haft mikla yfirburði í vetur og er taplaust á toppnum eftir 15 umferðir en enn eru þrír leikir eftir af deildarkeppninni.
Næsti leikur KA/Þórs er heimaleikur gegn Víkingi laugardaginn 22.febrúar næstkomandi.