KA/Þór með mikilvægan sigur á Selfossi

KA/Þór nældi sér í mikilvæg stig með fjögurra marka útisigri á Selfyssingum í dag. 

Liðin skiptust á að leiða í fyrri hálfleiknum. Eftir um tíu mínútur náði KA/Þór þriggja marka forystu, 3-6, en Selfyssingar unnu þann mun upp og höfðu yfirhöndina um skeið þar til KA/Þór náði að jafna í 12-12 og héldu síðan frumkvæðinu út fyrri hálfleikinn, höfðu tveggja marka forystu í leikhléi, 17-19.
Selfyssingar jöfnuðu í upphafi fyrri hálfleiks og jafnt var síðan á öllum tölum upp í 23-23. Þá skoraði KA/Þór fjögur mörk í röð og staðan 24-28 þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Þetta forskot náðu stelpurnar að verja og unnu að lokum með fjögurra marka mun, 28-32.

Þessi sigur var virkilega mikilvægur því með honum fór KA/Þór upp í átta stig, eins og Haukar, en Selfyssingar sitja áfram í næstneðsta sætinu með fjögur stig og HK á botninum með tvö.

Mörk og varin skot

KA/Þór
Mörk: Rut Jónsdóttir 11, Natalia Soares 6, Kristín A. Jóhannsdóttir 3, Júlía Björnsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3
Hildur Lilja Jónsdóttir 3.
Varin skot: Matea Lonac 12 (30%)

Selfoss
Mörk: Roberta Stropé 10, Karlotta Óskarsdóttir 7, Katla María Magnúsdóttir 6, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 6, Áslaug Ýr Bragadóttir 4.

Tölfræði leiksins á hbstatz.is.

Næsti leikur hjá KA Þór er heimaleikur gegn HK laugardaginn 14. janúar kl. 15.

 

 

Leiknum var streymt á YouTube-rás Selfyssinga og er hægt að horfa á upptöku af honum hér: