KA/Þór upp í 5. sætið

KA/Þór átti ekki í vandræðum með lið HK þegar liðin mættust í Olís-deildinni í dag. Þriðji sigurinn í röð og liðið komið í 5. sæti deildarinnar. Matea Lonac frábær í markinu.

Gestirnir voru fyrri til að skora, komust í 2-0, en KA/Þór jafnaði í 2-2. Jafnt var 3-3, en þá komst KA/Þór yfir og hélt forystunni það sem eftir var leiksins. Forystan í fyrri hálfleik varð mest sex mörk og KA/Þór í vænlegri stöðu í leikhléi, staðan 14-8. HK náði að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, en komust ekki nær. KA/Þór hafði góð tök á leiknum til loka og vann átta marka sigur 25-17.

Matea Lonac varði frábærlega í marki KA/Þórs, var með 51,4% vörslur. KA/Þór kynnti á dögunum danskan leikmann sem gengin er til liðs við félagið, Ida Margrethe Rasmussen. Hún skoraði tvö mörk í leiknum í dag.

Með sigrinum er KA/Þór komið með tveimur stigum meira en Haukar, eru með 10 stig eftir 12 umferðir. Fram er svo ekki langt undan, með 13 stig, en eiga leik til góða á KA/Þór, en Fram mætir Selfossi á morgun.

Mörk og markvörslur

KA/Þór
Mörk: Rut Jónsdóttir 7, Nathalia Soares 5, Unnur Ómarsdóttir 3, Júlía Björnsdóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Ida Margrethe Rasmussen 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1
Varin skot: Matea Lonac 18 (51,4%).

HK
Mörk:
Inga Dís Jóhannsdóttir 9, Aníta Eik Jónsdóttir 5, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Alfa Brá Hagalín 1, Sóley Ívarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 9 (28,1%)

Leikskýrslan á vef HSÍ.
Ítarleg tölfræði á Hbstatz.

Næsti leikur hjá KA/Þór er útileikur gegn Fram laugardaginn 21. janúar.